Fréttatilkynning

Félag sagnaþula hefur á undanförnum árum staðið fyrir sagnakvöldum í Hellinum í Hótel Víking í Hafnarfirði.
Sagnakvöld eru haldin fyrsta þriðjudag í mánuði yfir veturinn. Sagnakvöldin verða eftirtalda daga til vors 2012:
7. febrúar
6. mars
3. apríl
Allir eru velkomnir á þessa einstöku baðstofuskemmtun.
Komið og hlustið á sögur, rímur og kvæði.
Gestir fá tækifæri  til að stíga á stokk og segja sjálfir sögur.

Dagskráin hefst kl. 20.

Aðgangseyrir er kr. 500 og innifalið í verði er kaffi/te og kex.


Í maí verður Söguslamm haldið í þriðja skipti á Íslandi.
Söguslamm er keppni í að segja sögur þar sem farið er eftir samnorrænum reglum varðandi keppnina.
Tveimur efstu vinningshöfum gefst svo færi á að keppa í norrænu sagnaslammi sem fer næst fram  í Svíþjóð.